5.5.2007 | 01:31
Menningarferð :)
Ég fór í ofulitla ferð með starfsfélögum á stað í Reykjavík sem margir ef ekki flestir Íslendingar ætla að heimsækja en láta svo ekki verða af því en áfangastaðurinn var Þjóðminjasafn Íslands. Ég hef aldrei farið þangað og bjóst hálfpartinn við að hann væri svona eins og The natural history museum í London, nei segi nú bara svona en það kom mér á óvart hvað plássið er í raun lítið. Þegar við komum á staðinn beið eftir okkur leiðsögumaður sem leiddi okkur um safnið og það var mjög fínt en mér fannst við fara svolítið hratt yfir því þarna var ýmislegt áhugavert að sjá sem ég gaf mér ekki tíma til að skoða almennilega, ég vildi auðvitað fylgja leiðsögumanninum til að missa ekki af neinu hann benti á ýmislegt sem var kannski ekki svo auðvelt að sjá, eins og t.d. í kumli sem er til sýnis þar voru partar af hlutum sem var ekki auðvelt að átta sig á hvað var. Mér finnst þetta ágætlega uppsett hjá þeim þarna á safninu og spurning hvort ég fari ekki bara fljótlega aftur og gefi mér aðeins meiri tíma til að skoða þessa gripi sem eru til sýnis. Eftir þessa skoðunarferð var farið á veitingahús og það var saddur og sæll hópur sem hélt heim á leið eftir ánægjulega ferð.
Ég var svo óheppin að verða bitin tvisvar sennilega í gær, næstum á sama stað og er það sennilega svona bit sem kennd eru við Starrann og sennilega hafa þetta verið vinkonur sem hoppuðu á mig en kláðinn er að gera út af við mig, úff.
Over and out
Um bloggið
Mi vida
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff aumingja þú að vera bitin. Takk fyrir pistil
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 01:39
Ekki gott að verða fyrir bitvargi Þórunn mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:45
Ég get litið á þetta sem smá æfingu fyrir Spánarförina sem er ekki langt undan
Merlin, 7.5.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.