8.5.2007 | 19:07
Jafnvægi ..
Í jógatímanum í dag gerðum við glænýja voða fína jafnvægisæfingu sem fólst í því að standa á öðrum fæti á meðan við lyftum hinum fætinum aftur fyrir og héldum í tána, beygðum okkur pínulítið fram og teygðum lausu hendina út. Þessi æfing átti örugglega að vera mjög tígurlega gerð og standa þannig í smá stund við ljúft og notalegt undirspil en nei það var ekki þannig hjá mér, kennarinn hefði eiginlega átt að skipta um músík og hafa eitthvað eins og diskó eða eitthvað svoleiðis. Þessi æfing heitir Dansandi Shiva og ég tók nafnið mjög bókstaflega og dansaði mig í gegnum hana.
Um bloggið
Mi vida
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé þig fyrir mér mín kæra. En þú ert flott að taka þátt í svona Jóga. HEf svo sem alltaf ætlað að gera eitthvað slíkt en ekki gefið mér tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 10:56
Oh hvað ég öfunda þig, komið næstum ár síðan jogakennari minn flutti úr héraðinu og ég varla hreyft legg né sporð síðan. Enda sést það alll illilega
Elma 9.5.2007 kl. 19:11
Cesil ég held að þú gerir svona eða eitthvað álíka þegar rétti tíminn fyrir þig kemur upp
Elma, þetta er ekkert mál, ég gerist bara kennarinn þinn, ég þarf bara að minnka danssporinn aðeins áður
Merlin, 9.5.2007 kl. 22:32
Já ætli það ekki bara
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.