19.9.2007 | 23:09
Sumir eru skrýtnari en aðrir :o)
Í dag horfði ég upp á skondið atvik, kona sat við skrifborð og spratt allt í einu á fætur, æddi að skáp sem geymir yfirhafnir. Kom svo aftur til baka og sagðist ætla að skreppa aðeins út í bíl á meðan hún fór í kápuna og vafði á sig trefli. Síðan labbaði hún rétt yfir götuna sem er alveg fyrir framan húsið sem við vorum í og fór upp í bílinn, spennti á sig öryggisbeltið og setti í gang. Við vorum nokkrar þarna og fylgdumst með þessu og fórum að spá í hvert konan væri að rjúka. Þessi kona fór ekki langt því hún var að færa bílinn í stæði sem er fyrir framan húsið. Ég persónulega hefði ekki nennt þessu, í fyrsta lagi var hálftími þangað til hún færi heim, í öðru lagi fara í öll þessi föt, í þriðja lagi spenna öryggisbeltið, ég sá þetta ekki vel en ég er 100 % viss um að hún hafi sett stefnuljósið á
Ermarnar eru komnar á aðalprjóninn og ég er langt komin með mynstrið .. jii hvað mér finnst skrýtið að segja mynstur en ekki munstur .. Mér óar samt pínu fyrir að sauma og klippa peysuna í sundur en ef eitthvað gerist þá prófa ég bara að prjóna aðra hehe
Um bloggið
Mi vida
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mynstur- munstur, hvort er réttara. Ég heyri bæði orðin og held að ég noti þau bæði
Vá bara komnar 2 ermar, mynd af peysunni óskast þegar hún er búin
kidda, 20.9.2007 kl. 11:31
Já ég tek mynd af henni og set inn
Merlin, 20.9.2007 kl. 15:04
Já endilega gerður það Merlin mín. En blessuð konan hehehe... þvílík fyrirhöfn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.