2.10.2007 | 21:16
Engin fyrirsögn
Mér hefur ekki tekist að ná blettunum almennilega úr peysunni, þeir stóru eru ansi fastir, ég ætla samt að reyna eina aðferð enn og sjá til hvernig það gengur. Ef ég næ þessu ekki úr þá prjóna ég bara aðra og ég á von á því að ég þurfi ekki að rekja hana upp eins oft og ég gerði við þessa blettóttu.
Keypti mér þetta garn í trefil og er búin að vera að prófa ýmiskonar hekl aðferðir en er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að nota, það getur líka vel verið að ég hætti vil allt saman og hafi hann bara einlitan. Ég er nú voða róleg yfir þessu samt og það liggur svosem ekkert á að byrja og klára, ég þarf að fara að huga að utanlandsferðinni sem er nú bara eftir viku. Já ég var að muna eftir því núna að ég þarf að fara á ferðaskrifstofuna og fá miðann heim, hann er víst ekki sendur fyrr en viku fyrir brottför og það er víst ekkert gagn í flugmiða sem liggur í póstkassanum hér og ég úti, ég ætla bara rétt að vona að ég gleymi ekki að fara í vikunni svo ég komist nú heim aftur. Set þetta á gulan post-it miða og set hann á ennið ..
Um bloggið
Mi vida
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ægileg synd með peysuna, ég hefði orðið brjáluð af vonsku
Mig langar samt að sjá hana í heilu lagi ekki með úlpu fyrir framan
. Nú man ég ekki hvort þú prjónaðir hana eftir uppskrift eða ekki? Mér finnst hún nefnilega áhugaverð, kannski er þarna komin peysan sem ég prjóna kannski. Það er að segja ef þú hefur prjónað hana eftir uppskrift.
Þú ert þó ekki að fara til Barcelona? Held það sé alveg rétt hjá þér að það sé betra að hafa miðann með sér út.
Manst vonandi eftir því að kíkja á miðann á enninu
kidda, 2.10.2007 kl. 22:52
Það sem er að skemma fyrir mér að ég geti farið á staðin og heimta bætur er það að ég vorkenni svo þjóninum, ég sé mig nefninlega í anda í þessu starfi og óheppnina sem oft fyrlgir mér, ég held að ég væri alltaf að hella rauðvini eða missa súpuna yfir fólk
Ég notaði nokkurnvegin uppskrift af lopapeysu nema ég þurfti að breyta ermunum, ég get alveg sent þér uppskriftina og það sem ég bjó til ef þú vilt.
Ég verð aðeins sunnar en Barcelona, ég verð rétt við Torrevieja sem er nálægt Alicante
Merlin, 3.10.2007 kl. 15:33
Þú mátt það alveg, sko að senda mér uppskriftina.
En með þjóninn, skil þig alveg en samt. Ef peysan er ónýt og þú varst að fara í henni í fyrsta sinn,
það hefði nú verið lámark af staðnum að bjóða þér garn í nýja peysu.
kidda, 3.10.2007 kl. 17:47
Ég talaði við einhverja stelpu þarna áður en ég fór og hún tók niður nafnið mitt og símanúmer en mér fannst eins og henni væri alveg skítsama en sagðist þó ætla að tala við vaktstjórann. Ef blettirnir nást ekki úr hafði ég hugsað mér að kaupa garn og fara með kvittunina á staðin og athuga hvort þeir séu ekki til í að borga fyrir mig allavega garnið, vinnuna get ég þá gefið þeim.
Ég set uppskriftina í tölvutækt form og sendi þér
ef ég næ ekki að gera það áður en ég fer er þér sama ef ég sendi þér hana þá þegar ég kem aftur heim?
Merlin, 3.10.2007 kl. 19:26
Mér liggur ekkert á
sé sko ekki fram á að getað byrjað að pæla í þessu fyrr en einhvern tíma seinna.Veit bara ekki hve löngu seinna 
Hringdu og talaðu við þá, er alveg sammála því að þú ættir að fá bætt bæði vinnuna og garnið.
Svo manstu bara eftir því þegar þú kemur heim að taka sólina með þér heim
kidda, 3.10.2007 kl. 22:03
Ég gerði eina blettatilraun í gær og ætla að athuga útkomuna í dag, ef blettirnir fara ekki með þessu efni fara þeir ekki.
Takk fyrir góðar óskir og ég man eftir að taka fullt af sólargeislum og hita með mér heim, ég fer á þriðjudag
og er farin að hlakka til
Merlin, 4.10.2007 kl. 10:31
Merlin, þú ferð með peysuna niður á Kaffi Hressó og biður þá um að greiða þér fyrir nýja peysu. Ég skal vitna með þér ef einhverjar efasemdir verða. Við getum allar staðfest að það var helt niður á þig þar rauðvínsglasi. Ekki gefa þetta eftir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 12:49
Hlýddu Cesil, hún veit alveg hvað hún syngur. Og hananú.
Áður en þú ferð til Spánar.
kidda, 4.10.2007 kl. 18:07
Já ég ætla að gera eins og þið segið ef blettirnir eru ekki farnir úr sé það seinnipartinn á morgun, ég gerði nefnilega lokatilraunina núna áðan og er hér með hætt í tilraunastarfsemini
Merlin, 4.10.2007 kl. 20:11
Jæja, fórstu með peysuna í dag?
Ein alveg að drepast úr forvitni
Kidda 6.10.2007 kl. 19:21
mig minnir að það heiti td. best of deep purple
Kidda 6.10.2007 kl. 19:23
Ég fór í peysunni og blettirnir sjást varla þeir eru svo daufir, ég var samt næstum búin að fá kaffi í peysuna
smá grín
Ég skoða þetta með Deep purple
Merlin, 7.10.2007 kl. 01:04
Góða ferð til Spánar, vona að þú hafir það gott í fríinu.
Kidda 8.10.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.