Stefnuljós!! hvað er það?

Það fer alltaf svolítið í pirrurnar á mér hvað fólk notar lítið stefnuljós á bílunum sínum, ég vil nefnilega ekki vita hvað fólk er að gera en ég vil vita hvað fólk ætlar að gera. Umferðin gengur oft svo miklu betur þegar ökumenn vita hvað hinir ætla sér. Eru kannski ekki allir bílar útbúnir stefnuljósum??

Ég náði ekki að klára peysuna en nú á ég bara örlítið eftir eða ég á bara eftir að sauma tölurnar, allir endar eru frágengnir og búið að sauma niður faldinn neðst, á kraga og á ermum svo að ég klára hana annað kvöld Smile Ég er sennilega bara búin að ákveða næsta verkefni en ég var að spá í að hekla trefil og vera svolítið litaglöð (ég er svo mikið fyrir það ) og hafa hann röndóttan á langvegin. Ég get einhvernvegin ekki séð fyrir mér að það sé hægt að prjóna svoleiðis því þá sé ég hann bara fyrir mér sem strimla svo að ég held að það sé betra að hekla. Ég ætla að sofa á þessu ég veit ekki einu sinni hvaða möguleika ég hef og þá meina ég hvaða hekl aðferð er best að nota enda hef ég nú ekki verið að hekla mikið um ævina og hvað þá prjónað en þetta er rosalega gaman, að vera með ekkert nema garn í höndunum og eftir smá tíma er komin einhver hlutur Smile

Ég á nú eftir að vinna í nokkrum myndum og nokkrar af þeim eru svolítið spennandi sem ég stal (með góðfúslegu leyfi) af bloggsíðu, ég ætla síðan að senda þær til baka í pósti þegar ég er búin að fikta aðeins í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hlakka til að sjá útkomuna Merlin mín hehehe.. Endilega þú verður eiginlega að senda okkur mynd af peysunni þegar hún er tilbúin.  Helst með þig í henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Merlin

Tjah ég veit ekki hvort ég þori að birta mynd af mér hérna á síðunni  ég þarf að hugsa það aðeins

Merlin, 25.9.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: kidda

Þú sendir okkur þá bara mynd í pósti Annars til lukku með peysuna (smáöfund).

Heklaðu með einföldum eða tvöföldum stuðlum, held að það gæti komið vel út.

Ég á ennþá á tölvunni eina mynd sem þú fiktaðir í og hún er frábær.

kidda, 27.9.2007 kl. 03:21

4 Smámynd: Merlin

Takk takk, ég er bara nokkuð ánægð með að hafa prjónað eitthvað þannig að það er hægt að nota það  Ég held að þetta hekl sem ég notaði sé kallað fastapinnar.

Merlin, 27.9.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: kidda

Ég er að meina í trefilinn

kidda, 29.9.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Merlin

Já ok  Ég er að hugsa um að hafa allskonar hekl og nokkra liti

Merlin, 29.9.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband