Bloggið

Ég hef svona verið að velta fyrir mér með þetta blogg og vinalistann, mér finnst vanta að ég geti haft einhvern sem vin sem þarf svo ekki endilega að samþiggja  mig sem sinn vin, þá gæti ég séð þegar það kemur ný færsla hjá viðkomandi á minni síðu.  Mér finnst gaman að lesa blogg frá nokkrum bloggurum eins og, ef ég nefni dæmi, Jenný sem er svo oft á forsíðunni og skrifar oft svo skemmtilega og Katrín sem skrifar yfirleitt fallegar línur í bloggið sitt og er oft með mjög flottar myndir sem hæfir innlegginu (eða hvað ég á að kalla það) Þær þekkja mig ekki neitt og nenna örugglega ekki að lesa mitt blogg um minn  persónulega þankagang, enda er ekkert voðalega gaman að lesa um einhvern sem maður þekkir ekki neitt nema sá hin sami hafi eitthvað öðruvísi eða merkilegt að segja. Ég tók reyndar þessi 2 nöfn sem dæmi því ég rakst einu sinni á þær á forsíðunni, ég hef verið að rekast á bloggara sem mér finnst gaman að lesa og sett þeirra síður í favorites sem er nú alveg ágætt en hinn möguleikinn væri þægilegri.

Ég er búin að sauma og klippa peysuna og var búin að hekla öðru megin en varð að rekja allt upp því ég þarf að reyna að búa til fleiri lykkjur svo að ég geti haft jafnara bil á milli hnappagata, sjáum til hvernig mér gengur með það í kvöld. ég fer svo bráðum að geta tekið mynd af þessu handverki mínu sem ég set svo hér inn til að geta montað mig smá. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Skil hvað þú meinar en kann ekkert á þetta. Að mínu bloggi hafa bara 3 aðilar aðgang. 

Hlakka til að sjá mynd af meistarastykkinu

kidda, 24.9.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Merlin

Já það fer að líða að því að ég setji inn mynd, ég á svo rosalega lítið eftir

Merlin, 25.9.2007 kl. 14:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stelpur mínar, það er bara að banka upp á og biðja um að vera bloggvinir.  Ef einhver segir nei, þá er það bara þannig.  En þið eruð yndælar báðar tvær og það vilja örugglega allir vera vinir ykkar.  Svona koma svo  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Merlin

Já en er ekki fúlt að vera með fullt af fólki sem vini á síðunni sinni sem maður nennir svo ekki að lesa

Merlin, 25.9.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1227

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband