Aftur til fortíðar

Ég lét loksins verða af því að setja sumardekkin undir bílinn minn í gær sem er nú ekki frásögu færandi en þegar ég var að byrja að skrúfa tjakkinn upp og hann byrjaður að lyfta bílnum datt hann aðeins niður aftur, um leið og það gerðist hvarflaði hugurinn að öðru atviki sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan og á meðan ég var að skrúfa tjakkinn niður fór ég að hugsa um þetta atvik.

 

Ég var að vinna til rúmlega 6 á síðasta vinnudegi fyrir jól, það var frekar kalt þennan dag og hálfgerð slydda og þegar ég kom að bílnum mínum sá ég að það var sprungið, ég var komin með bílin upp á samskonar tjakki eins og fylgir núverandi bíl og var búin að taka sprungna dekkið undan þegar tjakkurinn gaf sig og allt hrundi niður, nú voru góð ráð dýr því mér fannst ekki hægt að skilja bílin eftir svona og fara heim í strætó. Ég ákvað að athuga hvort það væri opið einhversstaðar í nágrenninu og hvort það væri hægt að fá tjakk og til að gera langa sögu stutta þá reddaðist þetta, ég fann verkstæði sem var enn opið og þeir lánuðu mér tjakk en mikið var ég fegin að komast heim blaut og köld.. Ég lít á þetta sem ágætis afmælisgjöf en ég átti afmæli þennan blauta og kalda dag.

 

Ég á svo góðan nágranna sem lánaði mér tjakk í gær en ég held að ég ætti að kaupa mér eitt stykki almennilegan tjakk því nú er ég hætt að stóla á þessa ræfilslegu litlu sem fylgja mörgum bílum en ég er komin á sumardekkin og losna við sektir fyrir vetrardekkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband