Fullt að gerast, eða þannig

Það hefur nú svosem ekkert gerst hjá mér undanfarið sem vert er að tala um en ég hef samt verið að gera helling. Ég er að búa til svolítið fyrir litlu frænku, sem er nú reyndar ekki lítil lengur, hún er alveg að verða 11 ára, ég þori reyndar ekki að segja nánar frá þessu sem ég er að gera, ef hún kæmi hingað til að lesa, svo er ég líka að prjóna lopapeysu með víðum ermum neðst og það gengur bara ágætlega, ég er langt komin með hana (byrjuð á ermi nr 2) og er svona nokkurn vegin búin að ákveða hvaða munstur ég ætla að hafa (segir maður kannski mynstur) Ég hef ekki prjónað mikið um ævina nema 2 til 3 trefla svo að það verður spennandi að sjá hvort þessi peysa heppnast hjá mér eða ekki, hver veit nema ég setji mynd af peysunni hér inn þegar hún er tilbúin, með þessu áframhaldi ætti það að vera eftir nokkra daga.

 

Ég hef mikið verið að spá í tónleikana með Jethro Tull sem verða núna á föstudag og svo aftur á laugardag í Háskólabíó, mig hálf langar að fara en er hrædd um að ég verði fyrir vonbrigðum og það verði til þess að ég hætti að finnast þessir diskar sem ég á með honum skemmtilegir. Ég horfði nefninlega á hann í Kastljósinu í kvöld og fannst hann eiginlega ekki geta sungið eins ,,vel’’ og hann gerði á sínum tíma, mér fannst hann líka svolítið eins og hann væri að lifa í fornri frægð en kannski er það bara eitthvað sem ég er að búa til …. svo þekki ég engan sem nennir að hlusta á hann … og hann kann ekki að keyra bíl hehe það fannst mér svolítið skondið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ, frábært að sjá aftur smá pistil frá þér. 

Hmmm, spyr svona út í loftið þarf ekki að ákveða "mynstrið" áður en leikur byrjar?   Gerðu bara ekki eins og ég...að ljúka búk og ermum en setja aldrei saman. 

Hef einmitt verið að spá í þessa tónleika, dálítið lokkandi en ég er ekki nógu dugleg að skella mér.  Tilfellið er að oft koma svona uppákomur manni skemtilega á óvart.  Eitthvað allt annað en maður átti von á  lífgar upp tilveruna.   Verð að líta á Kastljós og tékka...

Unnur 13.9.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Endilega skelltu þér á Jethro Tull, það getur ekki klikkað, þeir eru klassik. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 12:11

3 Smámynd: kidda

Ég sé mikið eftir því að hafa ekki farið á tónleikana með Deep Purple

Farðu ef þig langar, annars gætirðu séð eftir því eins og ég. 

kidda, 14.9.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Merlin

Ég ætla að taka mið af þessu sem þið voruð að segja með ákvarðanartökuna mína  

Merlin, 14.9.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: kidda

Gott hjá þér,

alltaf svo gaman að ráðleggja öðrum

kidda, 14.9.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband