Eins gott að fylgjast með

Í dag kom til mín maður sem sagðist ekki hafa fengið reikninga í dálítinn tíma. Ég hugsaði strax að þetta væri einn af þeim sem greiddi reikningana sína með korti eða beingreiðslu og myndi ekki eftir því en það hefur svo oft komið fyrir. Þegar ég fór svo að skoða þetta í tölvukerfinu þá hafði hann ekki fengið reikninga síðan í lok ársins 2004. Þá var mér nú hætt að lítast á blikuna og skildi hvorki upp né niður og fór að skoða þetta nánar. Ég sá þó fljótlega að það hafði verið hringt og maðurinn tilkynntur út úr íbúðinni og annar settur í staðin, sá maður er greinilega með allt sitt í beingreiðslu og er semsagt búin að vera að greiða fyrir íbúð sem hann býr ekki í plús sína íbúð í rúmlega tvö og hálft ár án þess að taka eftir því, það er sko eins gott að fylgjast með því hvort reikningarnir sem á að greiða skili sér til að þurfa ekki að fá háa reikninga í hausinn.

Ermin er sennilega í lagi núna, ég á eftir að prjóna örlítið meira áður en hún fer á ,,aðalprjóninn'' ég vona að ég þurfi ekki að fullkomna hana með fjórða skiptinu Grin

Ég ætti svo einhvern tíman að setja hér inn mynd af jakkanum sem mig langar svo í en hann er ekki í almennri sölu svo að ég þarf sennilega að fara á nokkra ára saumanámskeið til að geta saumað samskonar flík .. nema ég prjóni hann bara ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Getur þessi með beingreiðsluna ekki tekið fleiri reikninga að sér

Hvernig gengur að prjóna núna? Er fyrri ermin komin á aðalprjóninn?

kv

Kidda 

kidda, 18.9.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Merlin

Hehe ég gæti spurt hann, ég léti hann taka mína reikninga líka. Peysan mjakast áfram og gaman að vera byrjuð á mynstrinu. Ég skrifaði smá um þetta í nýju færslunni, ég var víst ekki búin að lesa þetta komment áður en ég skrifaði

Merlin, 19.9.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var gömul kona frá Ísafirði sem flutti í blokk í Reykjavík.  Hún borgaði rafmagnið fyrir allt húsið í nokkra mánuði, þegar það uppgötvaðist, þá var hún alveg undrandi því henni fannst þetta svo sem ekki mikið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 08:52

4 Smámynd: Merlin

Aumingja konan   Ég þarf reyndar að passa mig svolítið því ég er í greiðsluþjónustu og er nú ekkert alltaf að skoða vel þessi yfirlit sem ég fæ

Merlin, 21.9.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1227

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband