Örlítil vandræði

Ég fattaði seinnipartinn í dag að ég hafði skilið símann minn eftir heima í morgun þegar ég fór í vinnuna en það truflaði mig svo sem ekkert en mér finnst það svolítið merkilegt því ég sting honum alltaf í töskuna áður en ég fer og þegar ég keyrði af stað heim eftir vinnu fannst mér bíllinn minn eitthvað skrýtinn, ég skutlaðist inn á næsta stæði til að skoða dekkin og viti menn, var ekki sprungið. Það var ansi heppilegt að fá svona gott veður í dag fyrir gönguna heim og þar skipti ég um föt og fór heim til mömmu og pabba og fékk lánaðan bílinn þeirra og náði í vetrardekk sem ég fæ að geyma í bílskúrnum hjá þeim og fór í dekkjaskipti. Ég vona bara að ég lendi ekki í vandræðum fyrir að vera á einu vetrardekki því mér skilst að það sé eiginlega bannað en ég get bara ekki hugsað mér að vera á þessu fúla varadekki sem fylgir bílnum.

Ég er búin með peysuna en á að vísu eftir að sauma og klippa, ganga frá endum og þar sem ég ætla að hafa tölur á henni á ég eftir að hekla þarna að framan þar sem þær eru. Ég er búin að máta og hún passar og mynstrið er ekkert kiprað saman jeeeiii Smile En ég er alveg þokkalega kát með að vera búin að prjóna peysu sem heppnaðist, hvernig sem útkoman verður með sauma-klippa-hekla aðgerðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

híhí, alveg týpískt að ef síminn gleymist þá komi eitthvað fyrir Ef það eru naglar í dekkinu þá gætirðu lent í vandræðim en þá segir þú að það hafi sprungið hjá þér nokkrum tímum fyrr. Ferð svona eftir því á hvaða tíma dagsins þú lendir í vandræðum.  Og svo ef það gengur eitthvað illa, þá lætur þú bara eins og fávís kona það klikkar ekki. Og ferð nottla í kerfi af því að löggan hafi stoppað þig.

Til lukku með það sem er komið af peysunni,  ég er þó búin að ákveða að ég ætla að prjóna mér þykka og góða peysu einhvern tíma

kidda, 22.9.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er bara alltaf svoleiðis, svei mér þá  Gott að vel gengur með peysuna.  Þetta verður aldeilis fín peysa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Merlin

Já svona fylgist að

Merlin, 23.9.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband