Ermi

Ég er svona að velta fyrir mér hvenær ég verð búin með þessa ermi, ég þarf víst að rekja hana upp í annað sinn því ég gleymdi víst að auka út eða úr tvisvar. Það er svona þegar ég er ekki með athygglina á því sem ég er að gera. Hvað er ég líka að kjafta um heima og geyma þegar ég á að passa upp á það sem ég er að gera. Rek hana upp á morgun og byrja fersk á næstum því nýrri ermi Pouty

Latest news

Ég fór víst ekki í gær þrátt fyrir heilræðin frá góðum vinkonum þ. e. þeim 2 sem lesa þetta blogg InLoveÉg fór í jógatímann sem varð hálf ónýtur því ég var velta fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki sem varð til þess að einbeitingin og afslöppunin fyrir æfingarnar fór út um þúfur, þegar tíminn var búin vissi ég að það væri svona verið að opna húsið og klukkutími til stefnu, þá ákvað ég að vera ekkert að fara og fór bara til mágkonu minnar í staðin Smile Ég vona bara að Hr Anderson jafni sig fljótlega á því að ég hafi ekki mætt til að sjá og hlusta á hann.

Ég þyrfti að fara að snúa mér aðeins að ,,verkefninu’’ fyrir frænku því það er fullt eftir áður en því verður lokið og bara sirka 3 vikur til stefnu í afmælið, ég tek sennilega smá skurk í kvöld og sé til hvað ég kemst langt J


Fullt að gerast, eða þannig

Það hefur nú svosem ekkert gerst hjá mér undanfarið sem vert er að tala um en ég hef samt verið að gera helling. Ég er að búa til svolítið fyrir litlu frænku, sem er nú reyndar ekki lítil lengur, hún er alveg að verða 11 ára, ég þori reyndar ekki að segja nánar frá þessu sem ég er að gera, ef hún kæmi hingað til að lesa, svo er ég líka að prjóna lopapeysu með víðum ermum neðst og það gengur bara ágætlega, ég er langt komin með hana (byrjuð á ermi nr 2) og er svona nokkurn vegin búin að ákveða hvaða munstur ég ætla að hafa (segir maður kannski mynstur) Ég hef ekki prjónað mikið um ævina nema 2 til 3 trefla svo að það verður spennandi að sjá hvort þessi peysa heppnast hjá mér eða ekki, hver veit nema ég setji mynd af peysunni hér inn þegar hún er tilbúin, með þessu áframhaldi ætti það að vera eftir nokkra daga.

 

Ég hef mikið verið að spá í tónleikana með Jethro Tull sem verða núna á föstudag og svo aftur á laugardag í Háskólabíó, mig hálf langar að fara en er hrædd um að ég verði fyrir vonbrigðum og það verði til þess að ég hætti að finnast þessir diskar sem ég á með honum skemmtilegir. Ég horfði nefninlega á hann í Kastljósinu í kvöld og fannst hann eiginlega ekki geta sungið eins ,,vel’’ og hann gerði á sínum tíma, mér fannst hann líka svolítið eins og hann væri að lifa í fornri frægð en kannski er það bara eitthvað sem ég er að búa til …. svo þekki ég engan sem nennir að hlusta á hann … og hann kann ekki að keyra bíl hehe það fannst mér svolítið skondið.


Smávegis

Mér var sögð þessi saga í dag og að hún væri sönn og hafi gerst í alvöru fyrir einhverjum árum, ég þori ekki að fullyrða neitt um það en set hana hér inn með von um að engin skaðist 

Maður kom að húsi og hringdi bjöllunni, kona kemur til dyra og maðurinn byrjar að ausa yfir hana skömmum.

Konan horfir hissa á manninn og segir síðan, af hverju lætur þú svona?

Maðurinn svarar, ég geri þetta til öryggis ef maðurinn þinn skyldi vera heima.

 


Nudd eða ekki nudd

Ég fór í nudd í dag og er það í fyrsta sinn á ævinni sem ég prófa það. Ég er búin að heyra svo oft hvað það er rosalega gott að láta nudda sig og manni líður svo vel á eftir en ég er nú ekki alveg  sammála því. Ég finn bara engan mun að vísu var þetta bara axlir og niður á bak en stelpurnar sem vinna með mér og fóru í þetta líka voru alveg í skýjunum yfir þessu og eru æstar í að fara aftur, spurning hvort það taki því að fara með þeim ef þetta hefur engin áhrif.


Jafnvægi ..

Í jógatímanum í dag gerðum við glænýja voða fína jafnvægisæfingu sem fólst í því að standa á öðrum fæti á meðan við lyftum hinum fætinum aftur fyrir og héldum í tána, beygðum okkur pínulítið fram og teygðum lausu hendina út. Þessi æfing átti örugglega að vera mjög tígurlega gerð og standa þannig í smá stund við ljúft og notalegt undirspil en nei það var ekki þannig hjá mér, kennarinn hefði eiginlega átt að skipta um músík og hafa eitthvað eins og diskó eða eitthvað svoleiðis. Þessi æfing heitir Dansandi Shiva og ég tók nafnið mjög bókstaflega og dansaði mig í gegnum hana.


Ef ég ..

Mikið dáist ég af fólki sem hefur þennan aga og sjálfstjórn að geta ræktað líkama og sál eins og t.d. hann bróðir minn sem er búin að vera að labba upp um fjöll og firnindi og er að koma sér í þálfun til að ganga hæsta fjall á Íslandi. Ég tala nú ekki um mágkonu mina sem hjólar í vinnuna í hvaða veðri sem er, ég finn alltaf einhverja afsökun, ef það er ekki veðrið þá er það eitthvað annað. Um daginn fékk ég þá hugmynd að athuga hvort þetta væri ekki smitandi og passaði mig að vera mjög nálægt þeim, eiginlega alveg ofan í þeim en ég er ekki enn farin að finna neina breytingu svo að sennilega er þetta ekki góð hugdetta hjá mér. Mig minnir nú samt að ég hafi lesið einhvers staðar að líkami fólks sem horfir á íþróttir væri eins og það fengi einhverja hreyfingu, nú er fótbolti í sjónvarpinu kannski ég láti það duga í bili

Menningarferð :)

Ég fór í ofulitla ferð með starfsfélögum á stað í Reykjavík sem margir ef ekki flestir Íslendingar ætla að heimsækja en láta svo ekki verða af því en áfangastaðurinn var Þjóðminjasafn Íslands. Ég hef aldrei farið þangað og bjóst hálfpartinn við að hann væri svona eins og The natural history museum í London, nei segi nú bara svona en það kom mér á óvart hvað plássið er í raun lítið. Þegar við komum á staðinn beið eftir okkur leiðsögumaður sem leiddi okkur um safnið og það var mjög fínt en mér fannst við fara svolítið hratt yfir því þarna var ýmislegt áhugavert að sjá sem ég gaf mér ekki tíma til að skoða almennilega, ég vildi auðvitað fylgja leiðsögumanninum til að missa ekki af neinu Smile  hann benti á ýmislegt sem var kannski ekki svo auðvelt að sjá, eins og t.d. í kumli sem er til sýnis þar voru partar af hlutum sem var ekki auðvelt að átta sig á hvað var. Mér finnst þetta ágætlega uppsett hjá þeim þarna á safninu og spurning hvort ég fari ekki bara fljótlega aftur og gefi mér aðeins meiri tíma til að skoða þessa gripi sem eru til sýnis. Eftir þessa skoðunarferð var farið á veitingahús og það var saddur og sæll hópur sem hélt heim á leið eftir ánægjulega ferð.

Ég var svo óheppin að verða bitin tvisvar sennilega í gær, næstum á sama stað og er það sennilega svona bit sem kennd eru við Starrann og sennilega hafa þetta verið vinkonur sem hoppuðu á mig en kláðinn er að gera út af við mig, úff.

 

Over and out


Fyndið eða kannski frekar sorglegt

Ég var að horfa á þátt á Ruv sem heitir Talið í söngvakeppni og það er greinilega til vefsíða sem tengist þessum þætti, á þessari vefsíðu gat fólk kosið um besta skemmtiatriðið á milli lagaflutnings og stigagjafar, ætli margir íslendingar hafi getað kosið því þegar þessi skemmtun er í loftinu þá eru alltaf sýndar auglýsingar á þessari skilduáskrifarstöð. Hvernig er það, er það réttlátt að vera með svona mikið af auglýsingum þegar borgað er fyrir stöðina .. ég bara spyr.

Aftur til fortíðar

Ég lét loksins verða af því að setja sumardekkin undir bílinn minn í gær sem er nú ekki frásögu færandi en þegar ég var að byrja að skrúfa tjakkinn upp og hann byrjaður að lyfta bílnum datt hann aðeins niður aftur, um leið og það gerðist hvarflaði hugurinn að öðru atviki sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan og á meðan ég var að skrúfa tjakkinn niður fór ég að hugsa um þetta atvik.

 

Ég var að vinna til rúmlega 6 á síðasta vinnudegi fyrir jól, það var frekar kalt þennan dag og hálfgerð slydda og þegar ég kom að bílnum mínum sá ég að það var sprungið, ég var komin með bílin upp á samskonar tjakki eins og fylgir núverandi bíl og var búin að taka sprungna dekkið undan þegar tjakkurinn gaf sig og allt hrundi niður, nú voru góð ráð dýr því mér fannst ekki hægt að skilja bílin eftir svona og fara heim í strætó. Ég ákvað að athuga hvort það væri opið einhversstaðar í nágrenninu og hvort það væri hægt að fá tjakk og til að gera langa sögu stutta þá reddaðist þetta, ég fann verkstæði sem var enn opið og þeir lánuðu mér tjakk en mikið var ég fegin að komast heim blaut og köld.. Ég lít á þetta sem ágætis afmælisgjöf en ég átti afmæli þennan blauta og kalda dag.

 

Ég á svo góðan nágranna sem lánaði mér tjakk í gær en ég held að ég ætti að kaupa mér eitt stykki almennilegan tjakk því nú er ég hætt að stóla á þessa ræfilslegu litlu sem fylgja mörgum bílum en ég er komin á sumardekkin og losna við sektir fyrir vetrardekkin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mi vida

Höfundur

Merlin
Merlin

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garn
  • Sjonni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband